Þessi æfingadagbók er hugsuð fyrir nemendur sem eru komnir í mið- og/eða framhaldsnám og einnig fyrir þá sem eru farnir að huga að því að taka grunnpróf á hljóðfærið sitt. Í grunn-, mið- og framhaldsprófi er hlustað á tónstiga, æfingu, fjögur verk og óundirbúinn nótnalestur og bókin er sett upp með tilliti til þess.

Markmið með æfingadagbókinni er að veita aðhald og hafa gott skipulag við að halda utan um heimaæfingarnar. Hún er hugsuð sem hjálpartæki og hvatning við æfingarnar og til að þjálfa skipulögð vinnubrögð.

Hver opna er sett upp þannig að nemandi og/eða kennari geti skrifað inn verkefni tímans eða vikunnar. Það er svo í höndum nemanda (og kennara) að skipuleggja hvernig vikan er sett upp heima. Nemandi getur þá merkt við þau verkefni sem hann æfði þann daginn og þannig haft góða yfirsýn yfir æfingarnar. Þeir sem vilja safna límmiðum eða einhverju slíku geta sett þá í neðsta kassann fyrir neðan nótnalestur eða bætt við fimmta verkinu. Ef að verkefnin eru færri en bókin sýnir þá er einfaldlega sleppt að færa inn í þá reiti.

Bókin er sett upp fyrir 52 vikur ársins sem virkar vonandi hvetjandi til að æfa sig allan ársins hring 🙂

Aftast í bókinni eru blaðsíður til að skrá niður tónleika, námskeið og aðra viðburði sem nemandi tekur þátt í yfir árið.

ATH! Í janúar 2021 kom út Æfingadagbók 2021 – Æfingin skapar meistarann! Hún seldist mjög fljótt upp og hér eftir verða æfingadagbækurnar miðaðar við hvert skólaár.

Bókin fæst hjá Tónastöðinni Skipholti 50 D.