
Skemmtileg spil fyrir unga sem aldna, börn og foreldra, nemendur og kennara, sem byggist á því að læra helstu undirstöðutákn og nótur í tónlist. Hægt er að nota spilin á margvíslegan hátt, s.s. samstæðuspil, í Veiðimann og Ólsen-ólsen.
Í kassanum eru tveir spilastokkar með 52 spilum hvorn.
Táknaspilastokkur:
26 samstæður með öllum helstu táknunum fyrir byrjendur í tónlist. Hægt að nota sem samstæðuspil eða spila Veiðimann.
Nótnaspilastokkur:
Nóturnar eru settar upp á fjóra mismunandi vegu í G – og F lykli. Mjög gott spil til að skerpa á nótunum og læra þær enn betur. Hægt að spila t.d. sem Veiðimann eða Ólsen-ólsen upp og niður.
Höfundur: © Linda Margrét Sigfúsdóttir 2012
Útgefandi: Höfum gaman ehf.
Myndhöfundur: © Arndís Lilja Guðmundsdóttir 2012
Fæst hjá Tónastöðinni, Skipholti 50D og Höfum gaman (pantanir berist á netfangið hofumgaman@gmail.com)