Höfum gaman tónlistarnámskeið fyrir börn og foreldra á vorönn 2023. Á þessari önn verða þrjú 4 vikna námskeið.

Námskeið 1: Fjórir laugardagar frá 7. janúar til 28. janúar. Yngri hópur 1-3 ára kl. 10.00 og eldri hópur 3-5 ára kl. 11.00.

Námskeið 2: Fjórir laugardagar frá 11. febrúar til 4. mars. Yngri hópur 1-3 ára kl. 10.00 og eldri hópur 3-5 ára kl. 11.00.

Námskeið 3: Fjórir laugardagar frá 11. mars til 1.apríl. Yngri hópur 1-3 ára kl. 10.00 og eldri hópur 3-5 ára kl. 11.00

Námskeiðin eru sem fyrr í samstarfi við Digraneskirkju og Hjallakirkju. SKRÁNING ER Í GANGI NÚNA 🙂 Stefnt er á að ekkert námskeið sé eins þannig að hægt sé að koma aftur og aftur.

SENDU MÉR ENDILEGA PÓST EF AÐ ÞÚ VILT SKRÁ BARNIÐ ÞITT OG ÞIG Á NÁMSKEIÐ hofumgaman@gmail.com

Kennslan fer fram í fallegum sal á neðri hæð Digraneskirkju. Gengið er niður göngustíginn vinstra megin við kirkjuna og þar er inngangurinn að salnum.

Þetta eru tónlistarsamverustundir fyrir börn og foreldra þeirra þar sem við lærum skemmtilegar þulur og lög. Förum í tónlistarleiki, spilum á ýmis hljóðfæri, hlustum og hreyfum okkur við fjölbreytta tónlist. Markmið tímanna er að auka málþroska, þjálfa taktskyn, vekja áhuga á tónlist og hafa gaman !

1 – 3 ára börn verða kl. 10.00 – 10.40 og 3 -5 ára börn kl. 11.00 – 11.40

Verð: 10.000 kr. Systkinaafsláttur 20 %.

Innritun fer fram á tölvupóstfanginu hofumgaman@gmail.com

Sendið upplýsingar um nafn og aldur barns auk nafns og kennitölu greiðanda.

Umsjón: Linda Margrét Sigfúsdóttir, tónlistarkennari