Við spilum og leikum við litlu börnin – sögur og tóndæmi fyrir heimili, skóla og leikskóla.



Í bókinni eru 10 leikir sem eiga það sameiginlegt að kenna börnum að greina mismunandi tónlist. Þau læra m.a. að þekkja muninna á hratt og hægt, hátt og djúpt, veikt og sterkt. Leikirnir hafa allir það markmið að börnin upplifi tónlistina í leik og hreyfingu.
Bókinni fylgir geisladiskkur með tónlistinni og svo eru nótur í bókinni fyrir þá sem vilja spila sjálfir. Textinn er lesinn á milli tóndæmanna og börnin ímynda sér hvað er að gerast í tónlistinni og leika það. Þetta örvar ímyndunaraflið, þjálfar einbeitingu og minni og allt fer það fram í leik.
Leikirnir eru:
- Kötturinn og mýsnar
- Skopparaboltarnir
- Málararnir
- Lestarferðin
- Dýraleikurinn
- Skógarferðin
- Trúðurinn í kassanum
- Haustið
- Á leið í skólann
- Afríkuleikurinn
Höfundur: Nina Sommerfeldt.
Þýðing: © Linda Margrét Sigfúsdóttir 2010
Útgefandi: Námsgagnastofun 2010
Kápumynd: © Freydís Kristjánsdóttir 2010
PANTANIR ÓSKAST SENDAR Á NETFANGIÐ hofumgaman@gmail.com
Verð: 4.990 kr.