Ný tónlistarnámskeið fyrir börn og foreldra þeirra hefjast aftur laugardaginn 3. september. Hvert námskeið er 6 laugardaga í röð. Fyrri námskeið haustsins eru frá 3. september til 8. október og seinni námskeið haustsins eru frá 15. október – 19. nóvember.

Kennt er í tveimur aldurshópum frá 1 – 3 ára og frá 3 – 5 ára.

Þessi námskeið eru í samstarfi við Hjalla- og Digraneskirkju í Kópavogi og fara fram í fallegum, rúmgóðum sal á neðri hæð Digraneskirkju.

Lögð er áhersla á að læra þulur, hreyfilög, spila á ýmis hljóðfæri, fara í tónlistarleiki, hlusta á tónlist o.fl.

Markmið tímanna er að auka málþroska, þjálfa taktskyn, vekja áhuga á tónlist og hafa gaman 🙂